Samkoma í samkirkjulegri bænaviku fimmtudaginn 22. jan. kl. 20

Samkoma verður í samkirkjulegri bænaviku í Glerárkirkju fimmtudaginn 22. janúar kl. 20. Hún hefst með lúðrablæstri og tveir kórar syngja, Gospelkór Akureyrar og Kór Glerárkirkju. Fluttir verða nýir söngvar frá Suður-Ameríku en efnið þetta árið var undirbúið í Brasilíu af samkirkjulegri nefnd þar. Þá taka fulltrúar frá kristnum trúfélögum á Akureyri þátt í samkomunni með ritningarlestri og fyrirbæn. Ræðumaður verður sr. Jón Ármann Gíslason, prófastur. Það er dýrmætt og gott samfélag sem hefur skapast í kringum þetta samstarf og bænalíf þegar kirkjudeildirnar koma saman í janúar á hverju ári. Allir eru velkomnir á samkomuna og verður mikið sungið, gleði og lofgjörð.

Hér má sjá auglýsingu með nánari upplýsingum

samkirkjulegbv2015