Kvenfélagiđ Baldursbrá

Kvenfélagiđ Baldursbrá var stofnađ í Glćsibćjarhreppi áriđ 1919 til ađ hjálpa veikum og fátćkum. Ţá var lítiđ um sjúkrahúsvistir jafnvel fyrir dauđvona

Kvenfélagiđ Baldursbrá

Kvenfélagiđ Baldursbrá var stofnađ í Glćsibćjarhreppi áriđ 1919 til ađ hjálpa veikum og fátćkum. Ţá var lítiđ um sjúkrahúsvistir jafnvel fyrir dauđvona fólk. Ţađ dó bara heima en ţurfti náttúrlega umönnun í banalegunni sem og öđrum veikindum. Félagiđ vildi ţví fá hjúkrunarkonu til ađ sinna sjúklingum og kostađi ţví unga stúlku á ţriggja mánađa námskeiđ á sjúkrahúsi. Vann hún síđan hjá félaginu nokkur ár. Einnig gaf félagiđ peninga ţar sem veikindi og önnur óhöpp hentu hreppsbúa.

Á sjöunda áratugnum var félagiđ komiđ í lćgđ og ástćđan var verkefnaskortur, sjúkrahús tóku viđ sjúkum, sjúkratryggingar komnar til sögunnar og atvinnuöryggi allt annađ en var. Ţá fóru félagskonur ađ tala um ađ finna sér eitthvert viđbótar verkefni til ađ vinna ađ. Var ţá veriđ ađ byggja Sólborg og fannst mörgum ţađ verđugt verkefni. En kirkjan var konunum einnig hugleikin. Júdith Sveinsdóttir sagđi ađ á sóknarnefndarfundi hefđi komiđ fram ađ mikil ţörf vćri á ađ byggja kirkju í hverfinu og stakk hún upp ađ styrkja ţađ verkefni. Var samţykkt ađ styrkja bćđi ţessi málefni. Ţar sem kirkjubygging var ekki í sjónmáli varđ Sólborgarverkefniđ á undan en frá ţví ađ Glerárprestakall var stofnađ hefur félagiđ starfađ fyrir kirkjuna. Baldursbrá hefur ţó ekki gleymt sínu gamla hlutverki og í lögum félagsins stendur: "Markmiđ félagsins er ađ vinna ađ mannúđarmálum á félagssvćđinu, ef sérstakir erfiđleikar steđja ađ heimilum í Glerárhverfi skal ganga fyrir ađ rétta ţar hjálparhönd." En ađalstarfiđ er ţó vinnan fyrir kirkjuna og ţar hefur félagiđ ađstöđu til starfseminnar. Félagslífiđ í Baldursbrá hefur alltaf veriđ međ miklum blóma. Félagiđ hefur bođiđ upp á margs konar námskeiđ og félagskonurnar hafa ađstöđu til ađ föndra saman í kirkjunni ţegar áhugi er fyrir hendi. Ţar eru einnig fundir félagsins. Reynt er ađ fara í ferđalag á hverju ári og halda árshátíđ. Eru ţá mennirnir ađ sjálfsögđu bođnir međ.

Ţađ eru haldnir basarar og bingó og selt kaffi 17, júní. Fermingarkyrtlarnir eru ţvegnir og straujađir af félagskonum.

Minningakort félagsins eru seld í Glerárkirkju, hjá Fold Önnu og í Lindasíđu 33 hjá Guđrúnu Sigurđardóttur.

Fundir eru einu sinni í mánuđi, ţriđja hvern fimmtudag kl. 19:30 (súpa og brauđ) í sal niđri gengiđ inn ađ norđan. Önnur fimmtudagskvöld mánađarins koma konur saman í sama sal međ handavinnu sína frá kl. 19-21. Allar konur eru velkomnar og upplagt fyrir ţćr sem ađ vilja kynna sér starf félagsins ađ koma ţá.
Síđasti fundur vetrarins er skemmtifundur og er ţá fariđ á einhvern veitingastađ í nágrenninu og keyptar einhverjar veitingar.

Formađur er Snjólaug Ađalsteinsdóttir  hs. 462 1509 gsm 867 4749

Nánar má frćđast um sögu félagsins í bók Guđrúnar Sigurđardóttur ,,Kvenfélagiđ Baldursbrá" - bókin er til sölu hjá félaginu, hjá Fold-Önnu og í Glerárkirkju.

Sjá einnig á Facebook síđu félagsins.

Svćđi

Glerárkirkja  |  Bugđusíđu 3  |  603 Akureyri  |  Sími: 4648800  |  Fax: 4648809  |  glerarkirkja.is